GautiG.jpg (35100 bytes)Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hefur umsjón með ýmsum mælingum á íþróttafólki.

Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hefur umsjón með fjölda fólks sem stundar þjálfun eða æfingar af ýmsu tagi. Gauti rekur Sjúkraþjálfun Reykjavíkur sem sér um ýmsar mælingar á íþrótta- og afreksmönnum. Í spjalli við Gauta kom fram að aukin áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart meiðslum íþróttafólks og með þeim mælingum sem hægt er að gera er hægt að sjá fyrir veikleika hjá íþróttamönnum og leggja sérstaka áherslu á styrkingu þeirra í þjálfuninni. Þannig er hægt að hefja fyrirbyggjandi þjálfun sem leggur áherslu á að styrkja veika þætti.

Gauti ásamt Sjúkraþjálfun Reykjavíkur er ráðgefandi aðili fyrir um 1000 manns úr ýmsum áttum þanngi að hann kemur víð við sögu. Þegar hópur er tekinn fyrir er mæld mjólkurýra, þol, styrkur, liðleiki og ýmsir aðrir þættir sem geta veitt gagnlegar upplýsingar fyrir þjálfara. Töluvert er um það að knattspyrnulið eða handboltalið nýti sér þetta auk annarra íþróttamanna, en með mjólkursýrumælingum er t.d. hægt að mæla hvort menn hafi lagt sig fram í leikjum eða hvort þeir hafi verið að spara sig og út frá því er einnig hægt að sjá hvort hægt sé að bjóða þeim upp á auknar æfingar. Ofþreyta er fljot að koma fram í mjólkursýrumælingum. Gauti vill meina að mælingar á íþróttafólki sé grundvallaratriði þegar reynt er að fyrirbyggja meiðsli enda er oft hægt að sjá veikleika fyrir og styrkja hann. Ennfremur séu dæmi um að árangur íþróttamanna hafi stórbatnað eftir að þjálfun hafi verið breytt í samræmi við niðurstöður mælinga.