Það var 15 mars 1987 sem Veggsport opnaði í þeirri mynd sem það er í dag. Eigendur þess eru Hilmar Gunnarsson og Hafsteinn Daníelsson en þeir byrjuðu starfssemina í gamla Héðinshúsinu þar sem Loftkastalinn er núna, en þar var eingöngu skvass.

Þar voru settir upp sjö salir áður en flutt var í núverandi aðstöðu á Höfðanum um áramótin ´91-´92. Til að byrja með var aðal áherslan lögð á skvass en ´94 var settur upp vel búinn tækjasalur með Cybex tækjum.

Í dag eru fimm skvasssalir í Veggsport, einn þolfimisalur með mikilli lofthæð og góðri loftræstingu, einn spinningsalur og vel útbúinn tækjasalur. Aðsóknin hefur farið ört vaxandi undanfarið enda er Veggsport eina æfingastöðin í nágrenni Grafarvogs.

Hilmar Gunnarsson sat fyrir svörum þegar FF leit í heimsókn. Mikil aukning í aðsókn Skvasssalirnir fimm eru bókaðir meira eða minna yfir daginn og vinsælustu tímarnir í þolfiminni eru Tae Bo, Jóga og BodyMax. Í BodyMax tímunum er helmingurinn spinning og hinn helmingurinn lóða og þrekæfingar. Þessir tímar hafa komið vel út og verið mjög vinsælir. Undanfarið hefur verið bætt við töluverðu af tækjum í æfingasalinn og í kjölfarið hefur aðsóknin aukist talsvert í hann. Allir byrjendur sem koma í Veggsport fá leiðsögn hjá kennara í tækjunum. Útbúin er æfingaáætlun fyrir þá og þeir geta fengið alla þá aðstoð sem þeir þurfa á meðan þeir eru að koma sér af stað. Síðan geta þeir fengið sér einkaþjálfara eða ráðið sér sjálfir í æfingunum.

Glimrandi stuð í Spinning-Live

Af og til hafa verið haldnir svokallaðir Spinning-Live tímar. Þá er fengin hljómsveit til að spila í spinningtíma. Þá er gjarnan bætt við hjólum í salinn þannig að samtals eru um 40 hjól. Fyrir stuttu var hér hljómsveitin Gildran, þar áður KK og Maggi Eiríks. Það var glimrandi stuð og Gildran fór á kostum í síðasta tíma. Þeir sem mæta í tímann fá sérstakan bol merktan þeirri hljómsveit sem er að spila og að sjálfsögðu styrktaraðila sem í bæði skiptin hefur verið Flugfélag Íslands Gildran, Spinning-Live og síðan látum við gamminn geysa.  Tímar í skvass vel bókaðir Eins og staðan er í dag er fullbókað í skvass frá fjögur á daginn til ellefu á kvöldin. Sumir eiga alltaf bókaða fasta tíma og sumir þeirra eru búnir að æfa í 10-14 ár. Í öllum sölunum er einnig karfa svo menn geta spilað tvo á tvo. Það hefur verið mjög vinsælt. Það að blanda saman skvass og tækjasal hefur komið mjög vel út. Það á vel saman, enda geta þeir sem eru búnir að vera í skvassi farið í tækjasalinn og tekið á og fjölbreytnin verður þannig meiri. Fjölbreytni er af hinu góða í líkamsrækt og þessi blanda hefur komið vel út. 

Erlendir þjálfarar í skvassi

Í fyrravetur var þjálfari frá Nýja Sjálandi sem kenndi hérna í níu mánuði. Nú er hann farinn til Hong Kong að kenna, en gert er ráð fyrir að annar kennari komi hingað til starfa innan skamms. Það hefur reynst ómetanlegt fyrir þá sem eru lengra komnir í skvassi. Það stendur til að senda lið á Smáþjóðaleikana á Möltu í haust svo menn þurfa að halda sér við efnið. Síðan 1996 hafa verið haldin alþjóðleg PSA mót í Veggsport á hverju ári í samvinnu við hin norðurlöndin.