Kolvetnalágt mataræði getur stuðlað að afturförum í styrk og vöðvarýrnun.

Það kostar átök að ná árangri í ræktinni. Átök sem mikilvægt er að jafna sig á eins fljótt og hægt er. Þannig ná þeir mestum árangri sem eru fljótir að aðlagast álaginu og hvílast hratt og vel. Vöðva- og styrktaraukning byggist á að æfa undir miklu álagi sem líkaminn neyðist til að aðlagast. Þar leikur hvíldin stórt hlutverk.

Linda Lamont og félagar við háskólann í Rhode Island komst að þeirri niðurstöðu að kolvetni í máltíðum í kjölfar æfinga hefðu mikið gildi fyrir framfarir og vöðvahvíld hjá byrjendum í lyftingum. Könnuð voru áhrif tveggja mismunandi matseðla. Annars vegar fimm daga kolvetnalágt og prótínríkt mataræði þar sem borðuð voru 3,4 g af kolvetnum og 1,5 g af prótíni fyrir hvert líkamskíló. Hinsvegar voru könnuð áhrif kolvetnaríks og prótínlágs mataræðis þar sem kolvetni voru 5 g og prótín 1,2 g fyrir hvert líkamskíló. Æfingarnar sem teknar voru fólust í 50 endurtekningum í fótabekk fyrir framan og 100 fyrir aftan.

Í samanburði við þá sem voru á kolvetnaríku fæði voru afturfarir í styrk meiri hjá þeim sem voru á kolvetnalágu mataræði. Nýmyndun vöðva og vöðvarýrnun kom sömleiðis verr út í mælingum. Niðurstaðan sýnir því að það virðist skipta miklu máli að borða kolvetni til að flýta fyrir vöðvahvíld eftir erfiðar æfingar.

(Journal Exercise Physiology, vefútgáfa 12: 33-39)