Í ljósi mikillar þátttöku á síðasta þrekmeistaramóti sem haldið var 23. okt 2004 í Íþróttahölllinni á Akureyri hefur verið ákveðið að endurvekja keppni í 39 ára og eldri flokki í liðakeppninni. Aldursdreifing í þrekmeistaranum hefur verið að breytast í síðustu tveimur keppnum að því leyti að þeim sem er eldri hefur farið fækkandi. Full ástæða er til þess að bregðast við þessu þar sem þrekmeistarinn er fyrir alla aldurshópa. Keppendur eru því hvattir til þess að breiða út boðskapinn og láta áhugasama vita af þessu fyrirkomulagi. Miðað er við að keppendur verði 39 ára á árinu sem keppnin fer fram.