trekmeistari2002Það hefur sýnt sig á Þrekmeistaramótunum að eitt það jákvæðasta sem keppendur sjá við að keppa þar er að á æfingastöðvunum myndast góður liðsandi hjá þeim sem eru að undirbúa sig fyrir keppnina. Þetta hefur haft það í för með sér að þegar á annað borð er búið að smala í eitt keppnislið, er gjarnan stutt í að áhugi sé fyrir hendi til þess að stofna fleiri og einn keppandi smitar út frá sér og hvetur aðra til að vera með, auk þess sem keppnin hvetur fólk til að stunda æfingar samviskusamlega. Keppt er í fimm manna liðum og hægt er að skipuleggja liðin þannig að auðvelt sé fyrir alla að vera með vegna þess að hver keppandi þarf einungis að gera tvær af tíu æfingum.

Að sögn Neil Francombe sem hefur verið keppnisstjóri Þrekmeistarans hér á landi hentar liðakeppnin nánast hverjum sem er. Það er hinsvegar einstaklingskeppnin sem er hin raunverulega prófraun á þrekið. Í henni þarf einn maður að fara í gegnum 10 æfingar í kapphlaupi við klukkuna. Til upprifjunar fylgir hér listi yfir æfingarnar sem gerðar eru í Þrekmeistaranum fyrir þá sem eru að spá í að vera með í næstu keppni.

    1. 1. Þrekhjól. Hjólað er 1,5 km á Technogym þrekhjóli á 160 watta átaki.
      2. Róður. 500 metrar í Concept2 róðravél. Stilling 10 fyrir karla. Stilling 6 fyrir konur.
      3. Niðurtog í vél. Karlar gera 50 endurtekningar með 40 kg, konur 25kg.
      4.Fótalyftur magaæfing. 60 endurtekningar.
      5. Armbeygjur. Karlar gera 50 endurtekningar, konur 30.
      6. Kassauppstig. Stigið upp á 35 cm háan kassa 100 sinnum. Karlar með 10 kg í hvorri hendi, konur 5 kg.
      7. Uppsetur magaæfing. 60 endurtekningar.
      8. Axlapressa. Karlar gera 40 endurtekningar með 25 kg, konur með 15 kg.
      9. Hlaupabretti. 800 metrar í 10% halla.
      10. Bekkpressa. 40 endurtekningar. Karlar með 40 kg, konur 25 kg.
      Frekari upplýsingar um undirbúning fyrir Þrekmeistarann er að finna á greinasafninu
      Einnig er hægt að fara í myndasafnið.