Tveimur íslenskum fitnesskeppendum og einum fulltrúa landsins er boðið að fara á mót sem haldið verður 17.- 22. september í Xi’an í Kína. Mótið nefnist Belt and Road og er haldið á vegum landssambands IFBB í Kína. Samtals eru greiddir 80.000 dollarar í verðlaunafé á mótinu, veitt Elite Pro atvinnumannakort og mótið gildir til stigagjafar hjá IFBB.

Mótshaldarar greiða ferða- og gistikostnað og því gæti þetta verið gott tækifæri fyrir einhverja tvo heppna keppendur til að upplifa það ævintýri sem það er að fara til Kína.

Forsvarsmenn IFBB hér á landi auglýsa því eftir keppendum sem vilja sækja um að fara á mótið.

Fyrirvarinn er stuttur en keppendur IFBB hér á landi sem eru í nágrenni við keppnisform ættu að hugsa málið og sækja um að fara á mótið. Keppt er í öllum helstu keppnisgreinum IFBB. Niðurstaða þarf að liggja fyrir snemma í næstu viku.

Sækja um keppnisleyfi á erlendu móti