Skráðir eru um 90 keppendur að þessu sinni á þrekmeistaranum. Ætla má því að keppnin taki í heild vel innan við þrjá tíma og því ekki lengur forsendur fyrir því að skipta henni upp með hléi eins og til stóð. Vegna fjölda áskorana frá keppendum var ákveðið að hverfa frá auglýstri dagskrá og halda sig við sömu dagskrá og undanfarin ár. Dagskrá Þrekmeistarans 5. nóvember 2005 Staðsetning: Íþróttahöllin Akureyri Kl. 11.00 Keppendafundur. (braut skoðuð stuttlega eftir fyrirlestur) Kl. 13.00 Keppni hefst 1. Einstaklingsflokkur kvenna 2. Einstaklingsflokkur karla 3. Liðakeppni kvenna 4. Liðakeppni karla 5. Verðlaunaafhending