Islandsmot2013_ArnorHauksson_GH25963 (2)Nafn: Arnór Hauksson
Fæðingarár: 1992
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 181
Þyngd: 90
Keppnisflokkur: Fitness karla, Fitness karla unglingafl, Vaxtarrækt karla að og með 90 kg, Vaxtarrækt unglinga
Heimasíða http://www.facebook.arnor.hauksson http://www.facebook.com/arnortraining
Atvinna: Rek minn eiginn rekstur ásamt því að vera einkaþjálfari.

Keppnisferill:

Bikarmót 2011 Fitness unglinga. 1 sæti.
Íslandsmeistaramót 2012 Fitness unglinga. 1 sæti.
Sandefjord-open 2012 Fitness karla. 5 sæti.
Íslandsmeistaramót 2013 Vaxtarrækt unglinga. 1 sæti.
Loaded cup 2013 Vaxtarækt unglinga. 1 sæti.
Loaded cup 2013 Fitness karla. 4 sæti.
Fredriksstad open 2013 Vaxtarrækt -90. 1 sæti.
Fredriksstad open 2013 Vaxtarrækt Overall. 1 sæti.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Hef stundað óteljandi sport en aldrei fundið mig almennilega í neinu, þegar ég byrjaði í ræktinni þá bætti ég mig mjög mikið á stuttum tíma og það varð til þess að ég ákvað að taka þátt í mínu fyrsta móti sem ég endaði með að sigra.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég tel mig hafa mína eigin tækni á æfingum. Ég vinn rosalega mikið með léttar þyngdir og pumpa frekar oftar og geri það vel heldur en að taka of þungt og í fá skipti. Gott pump er það sem skilar bestum árangri í vöðvastækkun hjá mér.
Hitaeiningafjöldinn er ekki það sem skiptir máli heldur er það hvernig þú vinnur með fæðuna og leggur hart að þér á æfingum.

Dæmigerð vika.
1. Magi og Bak.
2. Kálfar og Framanverð læri
3. Magi og Hendur
4. Kálfar og Axlir
5. Mjóbak og aftanverð læri
6. Brjóst
Svo tek ég alltaf hvíld á 3 daga fresti.

Hvernig er mataræðið?

Ég hef gengið í gegnum niðurskurð þrisvar sinnum og aldrei með eins matarplan. Tilbreytingar eru nauðsynlegar ef þú vilt ná góðum bætingum.
Þar sem ég er mjög viðkvæmur fyrir fæðurbótarefnum þá borða ég mest megnis stórar máltíðir yfir daginn.

Dæmigerður dagur
1. Weetabix og Prótein
2. Kjúklingur og sætar
3. Kjúklingur og grjón
4. Fiskur og sætar
5. Fiskur/naut/kjúklingur og grjón
6. Kjúklingur og sætar
7. Smá meiri Kjúklingur og grjón
8. Prótein

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Þegar ég er ekki að æfa fyrir mót þá tek ég aðeins 50 gr af whey proteini eftir æfingu.
Í niðurskurði drekk ég próteinshake 2-3 sinnum á dag ásamt því að ég nota mikið Glutamine og Aminosýrur

Seturðu þér markmið?

Ég hef oftast nær ekki sett mér nein markmið. Eina markmiðið sem ég set er þegar ég hef ákveðið að taka þátt í næsta móti þá hef ég það markmið að gefa ekkert eftir fyrr en mótsdegi er lokið. Þrátt fyrir að ég sé kominn langt á undan áætlun þá gef ég alltaf í. Það er alltaf eitthvað sem maður er að bæta án þess að maður endilega taki eftir því.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Fyrir mót er það tilhugsuninn við það að standa upp á sviði fyrir framan fjöldan allan af fólki, sú tilfinning er ólýsanleg.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Flottar pósur heilla salinn og dómarana. Æfðu þig vel allt tímabilið, sjálfstraust og útgeislun uppá sviði gerir þig að miklu betri keppanda.