Nafn: Anna Fedorowicz
Fæðingarár: 1980
Bæjarfélag: Vestmannaeyjar
Hæð: 174
Þyngd: 65
Keppnisflokkur: Fitness kvenna +163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/ania.w.fedorowicz
Atvinna eða skóli: Ég er leikskólaleiðbeinandi og túlkur í Vestmannaeyjum

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?: Það var einfaldlega forvitni í mér. Ég vildi komast að þvi hvort ég hafði sjálfsaga til að leggja alla þessa vinnu á mig og finna samt jafnvægi í fjölskyldu lifi og vinnu samtimis. Þetta tókst og árangurinn var dásamleg verðlaun fyrir mig.

Keppnisferill:

Bikarmót , Nóvember 2013, 5 sæti í flokki fitness kvenna +163sm

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Vaxtavörur eru að styðja mig og eru með mjög góðar vörur. Flott fólk sem vinnur þar og eru alltaf tilbúinn til að aðstoða mann.
Heilsueyjan, fyrirtæki í heimabænum minum hefur einnig stutt mig á stuttum keppnis ferli minum.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Off season æfi ég 5 sinnum í viku. Um helgar tek ég oftast einn brennsludag eða þvælist bara hér um eyjuna og reyni að hreyfa mig sem mest. Í ræktinni einbeiti ég mér oftast á tveimur vöðvahópum í senn. Off season markmiðið er að byggja upp, þess vegna reyni ég að lyfta þungt 8-10 reps.
Fyrir keppni tek ég ca. 12 vikna niðurskurð. Í fyrstu 8 vikum reyni ég að halda styrknum og lyfta eins þungt og ég get. Ég lyfti 5 sinnum í viku og bæti einum brennslu degi um helgar og svo er lika morgun brennsla aukalega. Það geri ég oftast heima á meðan börnin eru enn sofandi. Maðurinn minn er sjómaður og ég kemst ekki alltaf í ræktina ámorgnana. Þá geri ég mjög skemmtilega og fjölbreytta HIIT æfingar heima í stofu með heimatilbúnum sandpoka og sippubandi. Þannig fyrir keppni æfi ég 10-12 sinnum í viku. Seinasta 4 vikur niðurskurðs einbeiti ég mér að móta vöðva.

Hvernig er mataræðið?

Ég borða mjög hreint. Aðalega kjúklingabringur eða annað kjöt eða fisk með sallati eða grænmeti og sætum kartöflum. Kotasæla er í miklu uppáhaldi ásamt hnetusmjöri. Mikið að ávöxtum. Ég reyni að vera skapandi í eldhúsinu og nota öll hráefni á fjölbreyttan hátt. Maður vill ekki vera leiður af þvi sem maður borðar

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Notaði Muscle pharm kreatine fyrir íslandsmót og sá flotta bætinga á þvi

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

CLA, vitamin, S.A.W-preworkout, amino energy, kreatíne, glutamine, ISO sensation protein

Seturðu þér markmið?

Já, það má segja það. Eftir fyrsta keppni vildi ég byggja upp nokkra ákveðna vöðvaparta og mér finnst að ég náði þvi. Það er samt alltaf plass fyrir bætingar.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Fjölskyldan og vinir.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Andreia Brazier

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Það er fullt af flottu fitness og vaxtarræktar fólki hér á Íslandi, þetta er virkilega vinsælt sport. Margrét Gnarr er ein af minum uppáhalds. Glæsileg ung kona sem er ekki bara á toppnum í þvi sem hún er að gera, en er lika sniðug í þvi hvernig á að markaðssetja nafnið sitt.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Foo fighters, Pink, Guano Apes standa alltaf fyrir sinu. Ég hef mjög breiðan tónlistar smekk.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Ef þú hugsar um að keppa í fyrstu skipti…skráðu þig í pósu og framkomu námskeið. Mjög mikilvægt! Mataræði skiptir öllu máli í keppnis undirbúningi.