Um síðustu helgi fór fram heimsmeistaramót unglinga og öldunga í fitness og vaxtarrækt í Plzen í Tékklandi. Um 240 keppendur kepptu á mótinu sem er einn mesti fjöldi sem um getur á þessum mótum. Ísland átti tvo fulltrúa á mótinu, þau Sigurð Gestsson og Kristínu Kristjánsdóttur.Kristín hafnaði í 11 sæti í sínum flokki og Sigurður í 9 sæti. Í ljósi styrkleika mótsins er árangur þeirra frábær enda eru þau í frábæru formi þessa dagana. Nú eru jólin framundan hjá íslensku keppendunum og næsti stórvirðburður hér á landi er Fitnesshelgin sem fer fram um páskahelgina á Akureyri 11-12 apríl 2009.