Það gerist ekki á hverjum degi að haldið sé stórmót á borð við Norðurlandamót alþjóðasambands líkamsræktarmanna hér á landi. Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir mótið og koma á annað hundrað manns hingað til lands vegna mótsins, þar af um 50 keppendur. Alls keppa 19 íslenskir keppendur á mótinu því til viðbótar.Mótið fer fram í Háskólabíói sunnudaginn 19. október. Forkeppni hefst klukkan 11.00 og úrslit klukkan 18.00. Einungis verðlaunahafar frá hverju landi fá leyfi til að keppa á mótinu og má því búast við því að styrkleiki mótsins verði mikill. Hartnær tveir áratugir eru síðan norðurlandamót í vaxtarrækt var haldið hérlendis, en í samtölum við nokkra „skandinava“ hefur komið fram að menn eru spenntir að sækja þetta mót á Íslandi. Hver þátttökuþjóð má senda tvo keppendur í hvern keppnisflokk, en sú þjóð sem heldur mótið má senda þrjá. Margir af sterkustu vaxtarræktarmönnum norðurlandana mæta á svið og koma áhorfendur því til með að sjá nýjar breiddir og víddir í skurðum og vöðvamassa.