verdlaunSamkvæmt könnun sem gerð var við Leyden Heilbrigðis- og öldrunarstofnunina í Hollandi þar sem úrtakið var 10.000 manns kom í ljós að verðlaunahafar á ólympíuleikunum lifa lengur en fólk flest. Kannaðir voru um 10.000 íþróttamenn sem höfðu unnið til verlauna á árunum 1896 og 1936. Langlífi var svipað hjá íþróttamönnum sem kepptu í átakamiklum og átakalitlum greinum. Hinsvegar var langlífi sjaldgæfara meðal íþróttamanna sem kepptu í snertiíþróttum á borð við hnefaleika. Hnefaleikamenn voru líklegri til þess að lifa skemur og elliglöp komu fyrr við sögu. Æfingakerfi hafa breyst mikið í tímans rás og ekki er hægt að fullyrða að hið sama eigi við í dag og á þeim tíma sem þessir íþróttamenn kepptu. Það er því ekki hægt að fullyrða að niðurstöðurnar eigi við um íþróttamenn í dag.

(British Medical Journal, vefútgáfa 13. desember 2012)