SmithVelÞað myndast meiri strengir af að ganga niður tröppur heldur en upp. Ástæðan er sú að þegar vöðvi réttir úr sér í átökum eða lengist myndar átakið meiri strengi en þegar vöðvinn styttist eða dregur sig saman. Mestu strengirnir myndast því þegar t.d. er hlaupið niður brekku eða teknar svokallaðar negatífar lyftur þar sem lyft er fram að uppgjöf en teknar nokkrar auka-lyftur með aðstoð í viðbót. Strengir draga úr frammistöðu á meðan þeir gera vart við sig og geta verið óþægilegir í marga daga eftir mjög erfiðar æfingar. Mælt er með teygjuæfingum og köldu baði til þess að draga úr strengjum en Lee Brown og félagar við Cal State Háskólann í Fullerton komust að því að hóflegar þolæfngar draga úr bólgum og flýta fyrir bata.

(Journal Strength Conditioning Research, 26: 277-2782, 2012)