LyfjaglasÝktir líkamsræktariðkendur og íþróttamenn nota Ibuprofen eða samskonar lyf til þess að draga úr verkjum sem fylgja erfiðum æfingum. Þetta er hugsanlega hættulegt ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var undir stjórn Kim van Wijck við Maastricht Háskólann í Hollandi. Hann komst að því að ibuprofen skemmir slímhúð innan í smáþörmunum. Mælt var magn prótíns sem nefnist I-FABP sem hefur það hlutverk að binda fitusýrur. Mælingar á magni þessa prótíns gefa til kynna skemmdir í meltingarveginum. Mælt var í hvíld eftir töku ibuprofens og eftir erfiða hjólaæfingu með og án ibuprofens. Mest mældist af magni I-FABP prótínsins eftir erfiða æfingu og töku ibuprofens. Ibuprofen virðist því hafa skaðleg áhrif á slímhúð meltingarvegarins, sérstaklega í kjölfar æfinga. Íþróttamenn ættu því ekki að nota mikið af ibuprofen og jafnvel ekkert.

(Medicine & Science in Sports & Exercise, 44:2257-2262, 2012)