Blóð sviti og tár einkenndu þrekmeistarann sem fór fram í íþróttahöllinni í dag á Akureyri. 108 keppendur mættu til leiks frá 12 æfingastöðvum víðsvegar af landinu. Tvö Íslandsmet voru slegin.Kvennaliðið Dirtynine frá æfingastöðinni Lífsstíl í Keflavík sem keppti í flokki 39 ára og eldri bætti gildandi Íslandsmet um rúmlega mínútu þegar þær fóru brautina á tímanum 16:05:79 sem dugði þeim í fjórða sæti í liðakeppninni. Kvennaliðið Príma frá BootCamp æfingastöðinni sigraði í liðakeppni kvenna í opnum flokki á tímanum 13:53:91 sem er tveggja sek bæting á Íslandsmetinu sem Boot Camp Babes áttu og settu á síðasta ári.
Í einstaklingsflokki karla var það Torben Gregersen frá æfingastöðinni Veggsport sem sigraði á tímanum 16:43:78 sem er tæplega mínútu frá hans besta tíma. Annar varð Evert Víglundsson frá æfingastöðinni World Class Laugum á tímanum 16:52:97 og þriðji varð Guðlaugur B. Aðalsteinsson á tímanum 17:19:89 sem ennfremur tryggði honum gull í flokki 39 ára og eldri. Guðlaugur var þarna tæplega þremur sek frá því að jafna Íslandsmetið í þessum flokki sem Þorsteinn Hjaltason á.
Í liðakeppni karla sigraði liðið A-Team frá æfingastöðinni Boot Camp á tímanum 12:27:70. Annað sæti féll í skaut BC-drumbana sem fóru á tímanum 13:09:57 og gerðu sér lítið fyrir og mættu með risastóran drumb í verðlaunaafhendinguna. Hvar þeir hafa grafið upp þennan risastóra drumb er og verður ráðgáta, sem og það hver meiningin er með tiltækinu. Liðið 5tindar urðu þriðju í liðakeppni karla á tímanum 13:49:74. Millitímar https://fitness.is/index.php?name=Downloads&req=viewdownload&cid=4
Í einstaklingsflokki kvenna sigraði Kristjana Hildur Gunnarsdóttir enn og aftur á frábærum tíma sem var um 15 sek frá hennar eigin Íslandsmeti. Kristjana sem æfir í Lífsstíl í Keflavík hefur átt góðu gengi að fagna í Þrekmeistaramótum á undanförnum árum. Fast á hæla hennar kom Hanna M. Harðardóttir á tímanum 18:15:66 en Hanna keppti og sigraði á þessum tíma í flokki kvenna 39 ára og eldri. Hún var þó þarna um einni mínútu frá sínum besta tíma sem jafnframt er Íslandsmet í flokki 39 ára og eldri. Gyða Arnórsdóttir varð þriðja í opnum flokki kvenna en hún fór á tímanum 18:43:45.
Sæti Einstaklingsflokkur kvenna opinn / Æfingastöð / Tími 1 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll 16:45:56 2 Hanna M Harðardóttir Héraðsþrek Egilsstöðum 18:15:66 3 Gyða Arnórsdóttir Hressó 18:43:45 4 Guðríður Erla Torfadóttir Bootcamp 18:51:21 5 Helena ósk Jónsdóttir Lífsstíll 19:15:03 6 Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Lífsstíll 20:59:35 7 Maríanne Sigurðardóttir Íþróttahúsið Vesturg. Akran 21:05:21 8 Sólveig Gísladóttir World Class Laugar 21:51:87 9 Kristín Björg Ólafsdóttir Boot Camp 23:59:31 10 Hrund Sigurðardóttir World Class Laugar 26:46:59 11 Barbara María Geirsdóttir Vaxtarræktin Akureyri 26:48:14 12 Þorbjörg Sólbjartsdóttir 27:36:38 Sæti / Konur 39 ára + / Æfingastöð / Tími 1 Hanna M Harðardóttir Héraðsþrek Egilsstöðum 18:15:66 2 Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Lífsstíll 20:59:35 3 Barbara María Geirsdóttir Vaxtarræktin Akureyri 26:48:14 Sæti Einstaklingsflokkur karla – opinn Æfingastöð Tími 1 Torben Gregersen Veggsport 16:43:78 2 Evert Víglundsson World Class Laugar 16:52:97 3 Guðlaugur B. Aðalsteinsson Vaxtarræktin 17:19:89 4 Vikar Karl Sigurjónsson Lífsstíll Keflavík 17:38:40 5 Jón Hjaltason Vaxtarræktin 17:54:67 6 Daníel Þórðarson Lífstíll 18:46:59 7 Þorsteinn Hjaltason Vaxtarræktin 18:46:77 8 Ómar Ómar Ágústsson Boot Camp 19:33:07 9 Hjörtur Grétarsson World Class 19:48:00 10 Axel Ernir Viðarsson Bjarg 21:42:44 11 Elvar Þór Karlsson Bootcamp 21:44:93 12 Gunnar Már Gunnarsson Bootcamp 21:53:12 13 Guðjón V. Ragnarsson Laugar 22:10:31 14 Sveinbjörn Sveinbjörnsson Bootcamp 23:12:81 15 Andri Steindórsson Vaxtarræktin 23:51:93 16 Annas Sigmundsson Boot Camp 24:52:33 17 Ingi Freyr Atlason BootCamp 25:05:78 18 Kristinn Jónsson Studíó Dan 26:14:67 19 Jóhann Pétursson Lífstíll 26:24:63 Sæti Karlar 39 ára + / Æfingastöð / Tími 1 Guðlaugur B. Aðalsteinsson Vaxtarræktin 17:19:89 2 Jón Hjaltason Vaxtarræktin 17:54:67 3 Þorsteinn Hjaltason Vaxtarræktin 18:46:77 4 Gunnar Már Gunnarsson Bootcamp 21:53:12 5 Guðjón V. Ragnarsson Laugar 22:10:31 Sæti Liðakeppni kvenna Æfingastöð Tími 1 PRÍMA Bootcamp 13:53:91 Ísl.met 2 Sveskjurnar Boot Camp 14:31:58 3 5 fræknar Lífsstíll 14:33:36 4 Dirtynine Lífstíll Lífstíll Keflavík 16:05:79 5 Power Puff Girls Lífsstíll Keflavík 16:54:60 6 Þrumurnar Boot Camp 17:33:63 7 Cappínur World Class 18:47:63 8 Menntaskólinn á Ísafirði Studio Dan 23:11:76 Sæti opið Liðakeppni karla Æfingastöð Tími 1 A-TEAM Boot Camp 12:27:70 2 BC DRUMBAR BootCamp 13:09:57 3 5tindar Boot Camp 13:49:74 4 Lífsstíll, „Best í heimi“ Lífstíll 14:03:07 5 420,20 Boot Camp 14:27:41 6 DrÝsill ??????? 15:06:80 7 Cappar World Class 17:45:82 Sæti Liðakeppni kvenna 39 ára + Æfingastöð Tími 1 Dirtynine Lífstíll Lífstíll Keflavík 16:05:79 Ísl.met
Millitímar eru hér í skjalasafninu https://fitness.is/index.php?name=Downloads&req=viewdownload&cid=4
Sjálf úrslitin eru komin í skjalasafnið https://fitness.is/index.php?name=Downloads&req=viewdownload&cid=4