Enn eru að berast skráningar á Þrekmeistarann sem hefst um næstu helgi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það stefnir í hörku keppni því um 175 manns hafa skráð sig. Dagskrá og keppendalisti verður birtur hér á miðvikudag, en þeir sem eiga eftir að skrá sig eru hvattir til að gera það sem fyrst.