Hvarfefni eins og súrefnisjónir, lausar rafeindir og peroxíð myndast við eðlileg efnaskipti í líkamanum. Þessi hvarfefni hafa hinsvegar eyðileggjandi áhrif á frumuhimnur og DNA erfðaefnið. Sindurvarar eru efni sem eru framleidd í líkamanum ein fást líka með fæðunni.

Sérstaklega mikið er af sindurvörum í grænmeti og ýmsum ávöxtum og berjum. Með því að fá mikið af sindurvörum úr fæðunni erum við að stuðla að því að hlutleysa þessi eyðileggjandi hvarfefni sem nefnd voru hér að ofan. Þannig stuðlum við að því að vernda mikilvægar frumur. Staðreyndin er sú að mikið er af sindurvörum í grænmeti, eplahýði og hinum ýmsu afurðum sem við fáum úr náttúrunni. Jafnan er þar um að ræða fæðutegundir sem eru ekki í uppáhaldi hjá sælkerum og nautnaseggjum, en þykja hollar. Sindurvararnir gera það að verkum.
 
Spænskir vísindamenn hafa sýnt fram á að magn sindurvara í blóðinu gefi til kynna hver gæði sæðisins í karlmönnum er. Karlmenn sem borða mikið af kjöti fituríkar mjólkurafurðir eru ekkimeð jafn „gott“ sæði og þeir sem borða meira af ávöxtum og grænmeti. Vísindamennirnir bentu á að hin ýmsu eiturefni í umhverfi okkar ógni getu okkar til þess að fjölga okkur.
 
(Fertility and Sterility, prentútgáfa: útgefin á vefnum í maí 2009)