Um næstu helgi fer fram Evrópumót Alþjóða likamsræktarsambandsins í Tyumen í Síberíu. Þau Sigurður Gestsson og Kristín Kristjánsdóttir halta utan í vikunni og keppa þar í vaxtarrækt og fitness.Alls fer fjögurra manna teymi til Síberíu og ætla má að birtar verði myndir hér á fitness.is frá mótinu. Staðsetning mótsins þykir svolítið undarleg að þessu sinni þó ekki verði annað sagt en að alþjóðasambandið sé duglegt við að halda mót víðsvegar um heiminn. Hópurinn kemur til með að halda utan til Kaupmannahafnar á miðvikudag, Moskvu í Rússlandi á fimmtudag og síðan til Tyumen.