Nafn: Sandra Ásgrímsdóttir
Fæðingarár: 1981
Bæjarfélag: Akureyri
Hæð: 165
Þyngd: 58
Keppnisflokkur: Fitness kvenna +163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/sandraeinkathjalfun
Atvinna eða skóli: Sjúkrahúsið á Akureyri & Átak heilsurækt
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Endalaus áhugi á líkamsrækt. Æfði frjálsar íþróttir og fótbolta þangað til ég varð að hætta eftir meiðsli um tvítugt. Snéri mér þá alveg að lyftingum og fjallgöngum.
Þarf alltaf að hafa eitthvað stórt markmið keppa við sjálfa mig þannig að fitness var tilvalið.
Keppnisferill:
Íslandsmót IFBB 2009 – bodyfitness 4.sæti
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Funky hárbúlla
Weetabix
Hafkalk
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Ég lyfti þungt 6 daga vikunnar allt árið.
Bæti inn brennsluæfingum 3-5x viku síðustu 8 vikurnar fyrir mót.
Reyni að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skipti reglulega um program.
Ef ég er að leggja áherslu á einhvern sérstakan vöðvahóp er hann 2x viku á prógraminu, annars 1x.
Hvernig er mataræðið?
Fyrstu 8 vikurnar af niðurskurði hef ég verið að borða um 1400he
- Weetabix og undanrennu í morgunmat
- Weetabix og hámark/prótein í morgunkaffi
- Kjúkling/fisk og grænmeti í hádegi
- Hrökkbrauð með smurosti í kaffinu
- Kjöt/fisk, sætar kartöflur og grænmeti í kvöldmat
- Grænt epli með kanil í kvöldkaffi
Síðustu 4 vikurnar hef ég verið að borða um 1100 he
- weetabix og prótein í morgunmat
- prótein í morgunkaffi
- Bleikju og grænmeti í hádeginu
- Próteinpönnukökur í kaffinu
- Kjúkling og græntmeti á kvöldin
- Próteinís (frosið prótein) á kvöldin
Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?
Scitec 100% whey prótein
Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?
Fiskiolía frá Lýsi
Hafkraftur
Hafkalk
CLA frá activlab
Scitec 100% whey hvítt
Scitec prótein delite
Mastermeal súpur
Hámark
Amino energy þegar ég er á næturvöktum
Seturðu þér markmið?
Ég er alltaf með mööörg markmið og bæti reglulega við.
Hef mikið keppnisskap og er í stanslausri keppni við sjálfa mig.
Ég skipti markmiðum mínum niður í skammtíma- og langtímamarkmið.
Reyni að hafa þau fjölbreytt og spennandi.
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Ég er með fullkomnunaráráttu og geri allt 100% sem ég geri. Ef ég hef sett markmið gefst ég ekki upp fyrr en því er náð.
Unnusti minn og 3 ára sonur eru duglegir að hvetja mig áfram og vil ég síst af öllum valda þeim vonbrigðum.
Ég og unnusti minn æfum yfirleitt saman og hvetjum hvort annað áfram. Þegar hann kemst ekki eru góðar vinkonur sem mæta með mér.
Svo hef góða þjálfara sem standa þétt við bakið á mér og eru dugleg að rífa mann upp á erfiðu dögunum.
Og auðvitað er gott fólk í ræktinni sem er duglegt að hrósa manni og það virkar oft eins og vítamínsprauta.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?
Nicole Wilkins er nr 1 á uppáhaldslistanum.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?
Kristín Kristjáns er nátturlega í miklu uppáhaldi og hefur verið að standa sig rosalega vel. Finnst Freyja Sigurðar líka alltaf rosalega flott
Uppáhalds lögin í ræktinni?
Ordinary love með U2
Louder með DJ Muscleboy & Stop Wait Go
If I lose myself með One republic
Do what you want með lady gaga
David með GusGus
Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?
Finna sér góðan þjálfara og fara eftir því sem hann segir.