Júlíus Þór Sigurjónsson
Júlíus Þór Sigurjónsson

Nafn: Júlíus Þór Sigurjónsson
Fæðingarár: 1981
Bæjarfélag: Kópavogur
Hæð: 164
Þyngd: 86
Keppnisflokkur: Vaxtarrækt karla að og með 80 kg
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/juliustho
Atvinna eða skóli: Grunnskólakennari

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Forvitni varð til þess að ég ákveð að láta slag standa. Ætlaði upphaflega að keppa í fitness, hafði prufa Galaxy-fitness árið 2003. Komst hins vegar að því að hæðar- og þyngdarlega séð „passaði“ ég ekki inn í fitnessflokkinn.

Keppnisferill:

2012 IFBB Bikarmót í vaxtarrækt – 80kg flokkur 1.sæti
2010 IFBB Bikarmót vaxtarrækt – 85kg flokkur 3. sæti
2009 IFBB Íslandsmót vaxtarrækt -85kg flokkur 3. sæti
2008 IFBB Bikarmót vaxtarrækt opinn flokkur 2. sæti
2007 IFBB Bikarmót vaxtarrækt opinn flokkur 4-7. sæti
2003 Galaxy fitness fitness 9. sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Perform.is (Team Perform)
BK-kjúklingur
World Class (Laugar Spa)
Hámark próteindrykkur

Svo má ekki gleyma öllu því góða fólki sem styður mann andlega.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Fyrir mót skipti ég líkamanum upp á 6 daga og hvíli alltaf 1 dag (helst sunnudaga). Annars æfi ég 3-4 sinnum í viku og yfirleitt mjög fjölbreytt þar sem ég vil halda mér í „góðu“ formi allt árið um kring.
Reyni að nýta „offseasonið“ í það að bæta gallana og vinna í þeim hlutum sem ég tel nauðsynlegt.

Hvernig er mataræðið?

Fyrir Íslandsmótið 2014 ákvað ég að prufa Keto-mataræði og fram að þessu hefur það virkað einkar vel á mig. Gauti Már hefur verið mér eins og klettur og haldið mér vel á jörðinni. Mæli með að einstaklingar séu óhræddir við að prufa nýja hluti þegar kemur að mataræðinu.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótín

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?:

Á Keto nota ég afskaplega lítið af bætiefnum sem er alveg nýtt fyrir mér. Prótín, kreatín og vítamín er nánast það eina sem ég nota fyrir þetta mót (Ísl.2014). Nota reyndar einnig Platinum Pre-workout.

Seturðu þér markmið?

ALLTAF, hvort sem það er fyrir mót eða ekki. Finnst gaman að skora á sjálfan mig en það heldur mér líka við efnið.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Konan og vinirnir í sportinu. Annars sé ég mest um það sjálfur að taka hausin/hugan á mér í gegn þegar niðursveiflurnar koma. Einnig þegar vel gengur þá reyni ég að vera með báðar lappir á jörðinni.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Þeir eru ansi margir en helst má nefna Phil Heath svo af þeim stóru stóru. Annar sem ég hef aðeins verið að fylgjast með heitir Thomas C. Askeland.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Á mér engan einn uppáhalds ef svo má segja. Finnst hins vegar mjög gaman og hrikalegt að fylgjast með reynsluboltum eins og Gauta, Elmari D, Magga Sam og Bess.

Gísli Örn er líka frábær fyrirmynd ásamt fullt af öðrum drengjum og mönnum.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Engin sérstök lög, hlusta á allt en þá helst rokk í bland við dubstep útgáfur af ýmsum lögum.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Lærðu að vera þolinmóð/ur og hlustaðu á líkamann þinn – stundum á „less is more“ vel við.