Því miður þarf að hætta við framkvæmd Reykjavík Grand Prix mótsins sem átti að fara fram 25. apríl í Háskólabíói. Er það fyrst og fremst vegna lítillar þátttöku keppenda, bæði íslenskra og erlendra.

Undanfarna daga hafa mótshaldarar reynt að finna flöt á því að halda mótið, en ekki hefur fundist grundvöllur sem hægt er að byggja á. 

Enginn góður kostur er í stöðunni, hvorki það að halda alþjóðlegt mót með fáum keppendum né það að hætta við. Af tvennu illu er ákveðið að hætta við, enda einungis 15 keppendur skráðir í heildina. Þeim ber að þakka og þeim er sömuleiðis óhætt að taka til matar síns.