Föstudaginn 4. febrúar fer næsta eintak Fitnessfrétta í dreifingu. Blaðið er stútfullt af fróðlegu efni úr líkamsræktargeiranum og hinum ýmsu ráðleggingum. Á forsíðunni að þessu sinni er Rannveig Kramer Íslands- og Bikarmeistari í fitness. Varla þarf að taka það fram við lesendur fitness.is, en blaðinu er dreift í allar æfingastöðvar á landinu í 10.000 eintökum.