Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt verður haldið í Háskólabíói í Reykjavík um Páskana, nánar tiltekið fimmtudaginn og föstudaginn 21. og 22. apríl. Undanfarin 16 ár hefur þessi stærsti árlegi viðburður líkamsræktargeirans verið haldinn á Akureyri og fjöldi áhugamanna um líkamsrækt hefur lagt leið sína þangað á hverju ári. Sú hefð tekur breytingum þetta árið.

Mjög góð aðstaða er til að halda mót sem þessi í Háskólabíói, bæði fyrir áhorfendur og keppendur. Norðurlandamótið var á sínum tíma haldið í Háskólabíói og Bikarmótið hefur verið haldið þar á haustin og því er komin góð reynsla á mótahald í þessu frábæra húsi.

Búist er við miklum fjölda keppenda og fregnir berast af því að gríðarlega sterkir keppendur úr öllum áttum séu að stefna á þetta stærsta mót ársins. Keppnin verður haldin á tveimur dögum eins og áður sagði. Á fimmtudeginum sem er skírdagur og almennur frídagur fer fram keppni í Módelfitness og á Föstudeginum langa verður haldin forkeppni snemma dags og hápunkturinn eru úrslitin um kvöldið.

Skráning keppenda er þegar hafin á fitness.is og lýkur 31. mars. Vakin er athygli á að skráningu lýkur þremur vikum fyrir mót sem er óvenju snemmt, en líklegt er að þeir keppendur sem á annað borð ætla að keppa verði búnir að ákveða sig þá.

Keppnisflokkar:

– Fitness kvenna -163

– Fitness kvenna +163

– Fitness kvenna 35 ára +

– Fitness kvenna unglingafl.

– Fitness karla

– Fitness karla 40 ára +

– Fitness karla unglingafl

– Vaxtarr.karlar að og með 80 kg

– Vaxtarr.karlar að og með 90 kg

– Vaxtarr.karlar að og með 100 kg

– Vaxtarr.karlar yfir 100 kg

– Vaxtarr.unglingafl. karla (-21 árs)

– Vaxtarr.opinn flokkur kvenna

– Vaxtarr.karlar 40 ára +

– Módelfitness kvenna, -167 sm

– Módelfitness kvenna, +167 sm

– Módelfitness kvenna, unglingaflokkur

 

Bestu kveðjur

 

Einar Guðmann