Lyf sem fram til þessa hafa verið markaðssett til höfuðs offitu virka flest á þann veg að draga úr matarlyst, hraða efnaskiptum eða hindra frásog næringarefna í meltingarvegi. Adiopotide heitir lyf sem vísindamenn við MD Andersson Krabbameinsmiðstöðina í Háskólanum í Texas hafa sýnt fram á að eyði fitufrumum í öpum. Lyfið reyndist minnka fituhlutfall um 11% og draga úr mittismáli auk þess sem það jók insúlínviðnám á innan við fjórum vikum. Talið er að virkni lyfsins sé falin í því að það eyði fitufrumunum en sé í raun ekki að minnka fituinnihald þeirra. Eins og áður sagði voru þessar rannsóknir gerðar á öpum og því of snemmt að segja til um það hvort það virki á menn og sé án aukaverkana. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er skiljanlega ekki búið að samþykkja notkun lyfsins og því líklega nokkuð langt þar til ljóst verður hvort það verði markaðssett.

(Science Translational Medicine 3: 108ra112, 2011)