ff3tbl2016forsida_1600px

Nýjasta tölublað Fitnessfrétta er komið á fitness.is. Í blaðinu er víða komið við í efnisvali að þessu sinni. Æfingar, mataræði, líkamsrækt, heilsa og fróðleikur úr ýmsum áttum kemur þar við sögu. Viktor Berg keppanda og bikarmeistara í sportfitness þarf varla að kynna fyrir áhugafólki um líkamsrækt. Forsíðumyndina tók Brynjar Ágústsson sem er með vefinn portrett.is.

Það færist í vöxt að blaðið sé lesið á vefnum og hægt er að gera það með því að smella á myndina af blaðinu á spássíunni hægra megin. Blaðinu verður einnig dreift í allar æfingastöðvar landsins í vikunni.