Margrét Edda Gnarr er á forsíðu Fitnessfrétta.
Margrét Edda Gnarr er á forsíðu Fitnessfrétta.

Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið á vefinn og mun hvað og hverju birtast í öllum æfingastöðvum  landsins. Að þessu sinni er blaðið í stærra lagi og á forsíðunni er Margrét Edda Gnarr sem nýverið varð fyrst íslendinga til að landa heimsmeistaratitli hjá IFBB – alþjóðasambandi líkamsræktarmanna. Hún er í viðtali í blaðinu sem tekið var fyrir viku en uppfært þegar hún stóð allt í einu uppi sem heimsmeistari.

Það er víða komið við í efnisvali að venju. Fjallað er um nýjustu rannsóknir á ýmsum sviðum sem varða mataræði, heilsu og æfingar. Það kemur sífellt betur í ljós hversu mikilvægu hlutverki líkamsrækt og hreyfing gegnir í þjóðfélagi nútímans og eins og lesendur Fitnessfrétta vita er sá lífsstíll sem fylgir líkamsrækt og mataræði það sem helst má horfa til sem lausnar á þeim heilbrigðisvandamálum sem fylgja hreyfingaleysi og offitu.