Magnús SamúelssonÞað er ekki á hverju ári sem haldið er stórt alþjóðlegt fitness- og vaxtarræktarmót hér á landi. Norðurlandamót IFBB mun verða haldið 1. nóvember í Háskólabíói og reiknað er með mikilli þátttöku. Viðræður hafa farið fram undanfarna mánuði á milli aðildarþjóðana um fyrirkomulag mótsins og bendir allt til þess að mikil þátttaka verði á mótinu. Lélegt gengi íslensku krónunnar á sér líka góðar hliðar í ljósi þess að kostnaður annarra þjóða við að senda keppendur á mótið er lægri en annars og því má búast við að fleiri keppendur mæti.

Keppnisflokkarnir eru eftirfarandi:

  • Vaxtarrækt karla (bodybuilding): -80, -90, -100, +100 kg
  • Fitness karla (classic bodybuilding): -180, +180 cm
  • Ólympíufitness kvenna (Women´s physique): einn opinn flokkur
  • Sportfitness (Men´s physique): einn opinn flokkur
  • Fitness kvenna (bodyfitness): -163, -168, +168 cm
  • Módelfitness (bikini fitness): -163, -168, +168 cm

Á síðasta norðurlandamóti var ennfremur keppt í íþróttafitness (Athletic fitness). Það verður ekki gert í ár þar sem nýverið var samþykkt að halda alþjóðlegt mót í apríl í Svíþjóð sérstaklega fyrir íþróttafitness. Ekki verður keppt í vaxtarrækt kvenna en þess í stað verður keppt í physique flokki. Þessum flokki hefur ekki verið gefið íslenskt nafn enn sem komið er en líklegt er að hann verði kallaður ólympíufitness þar sem Classic bodybuilding karla hefur einnig verið kölluð olympic bodybuilding.

Keppendur sem hafna í efstu sætum á komandi Íslandsmóti ganga fyrir hvað keppnisrétt varðar.

Schedule of Nordic championships 2014

Friday 31st of October
19.00    Registration/Weigh-in. Closes at 21.00
21.00    Judges/Delegates meeting.
21.30    Nordic Congress
Saturday 1st of November:
9.00    Prejudging
18.00    Finals

IFBB logo
IFBB