Um 600 snilldarmyndir frá Bikarmótinu í fitness, módelfitness og vaxtarrækt eru komnar í myndasafn Fitnessfrétta. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir fyrir fitness.is. Það kann að hljóma mikið að birta um 600 myndir af mótinu en kannski ekki þegar haft er í huga að 126 keppendur kepptu á mótinu. Gyða er þaulvön að taka myndir af keppendum á sviði enda hefur hún tekið myndir fyrir fitness.is undanfarin ár.

Það góða við myndasafnið er að hægt er að stækka myndirnar og fletta með örvatökkum á lyklaborðinu eða bíða einfaldlega eftir næstu mynd. Þeir sem vilja stækka myndirnar á skjánum geta smellt á kassatáknið niðri hægra-megin.

Myndir fitness