Löngum hefur verið talið að fjarvera frá kynlífi valdi uppsöfnun testosterón hormóns sem meðal annars veldur því að árásargirni verður meiri. Hinsvegar eykst testosterónframleiðsla karlmanna í takt við kynlífið og árangur manna í íþróttum getur þar af leiðandi aukist. Þetta er niðurstaða ítalskrar rannsóknar sem Dr. Emmanuele Jannin við háskólann við L´Aquila gerði. Þegar hann var að mæla magn testósteróns fyrir og eftir meðferð á 80 sjúklingum sem höfðu átt við langvarandi getuleysi að stríða. Fyrir meðferðina var testosterónmagn karlmannana tveir þriðju af eðlilegu magni en þó nægilega lítið til þess að valda getuleysi. Eftir að hafa farið í gegnum þriggja mánuða sálræna eða læknisfræðilega meðferð – sem ekki fólu í sér aðferðir til þess að örva hormónaframleiðslu – jókst testósterónmagnið í líkamanum hjá þeim sem fóru í meðferðina. Sagt er frá þessu í New Scientist tímaritinu og Dr. Jannin segir að það sem íþróttamenn geti lært af þessu sé að kynlíf fyrir keppni geti aukið testósterónmagn líkamans.
(BBC, 29 Nóv, 1999).