IMG_6131

Helgina 11-12 mars mun Margrét Gnarr keppa á Phil Heath Classic mótinu sem haldið verður í Dallas í Texas. Margét tók skyndiákvörðun um að keppa á mótinu þar sem hún er stödd í Bandaríkjunum.

Hvað kom til að þú ákvaðst að keppa á Phil Heath Classic mótinu?

Mér var ráðlagt að taka þetta mót því ég er í Bandaríkjunum nú þegar og í formi svo ég ákvað bara að skella mér á það. Þessa helgi eru nokkur mót í Bandaríkjunum og á ég nokkrar vinkonur sem eru að fara að keppa á þessu móti og má þá helst nefna Söru Back frá Finnlandi, Jessicu Renee og Aly Garcia frá Flórída. Það verður gaman að keppa með þeim. Sigurvegari mótsins fær rétt til að keppa á Olympía en ég er nú þegar búin að tryggja mér þann rétt.

Veistu hvaða keppendum þú kemur til með að mæta?

Keppendalisti verður birtur í vikunni á ifbbpro.com en nafnið mitt verður þó ekki á listanum fyrr en síðar í vikunni þar sem ég var að skila inn samningi. Þetta verða 16 keppendur held ég og fyrir utan vinkonu mína Söru frá Finnlandi þá eru þetta allt Bandaríkjamenn.

Hvernig gengur að halda ströngu mataræði á ferðalagi?

Það gengur ágætlega. Það er auðvelt að nálgast hollan mat hérna en flestar matvöruverslanir eru með góða salatbari.

Mótið er haldið í Dallas, Texas og var það sjálfur Phil Heath sem er á bakvið það. Hann er tvímælalaust fremsti vaxtarræktarmaðurinn í dag þar sem hann hefur sigrað Mr. Olympía mótið fimm sinnum í röð árin 2011-2015.