Haldið var kjör á íþróttamanni ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna, en það var vaxtarræktarmaðurinn Magnús Bess Júlíusson sem hlaut titilinn. Hann náði frábærum árangri á árinu bæði innan lands sem utan.

Við val á íþróttamanni ársins var eingöngu horft til árangurs á árinu 2008.

1. sæti Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna, 100 kg flokkur.
1.sæti heildarkeppni, Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. 
2.sæti í norska Grand Prix ,100 kg flokkur,
1.sæti Norðurlandamót ,100 kg flokkur.

12 manna nefnd velur íþróttamann ársins og valið er úr vaxtarrækt, fitness og þrekmeistaranum.

Úrslit kosninga um íþróttamann ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna


Fimm efstu sætin:

1. Magnús Bess, keppnisgrein: vaxtarrækt, 16 stig.
2. Kristín Kristjánsdóttir, keppnisgrein: fitness, 24 stig.
3. Kristján Samúelsson, keppnisgrein: fitness, 26 stig.
4. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, keppnisgrein: Þrekmeistarinn, 44 stig.
5. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, keppnisgrein: Þrekmeistarinn, 64 stig.