HnebeygjaiStock_000006828567SmallAf og til spretta upp deilur um ágæti véla og lausra lóða í æfingasalnum. Flestar æfingastöðvar leggja áherslu á að nota ýmis tæki. Sjónarmiðið er m.a. það að minni meiðslahætta er í tækjum en með lausum lóðum og með þeim má fá ákveðna tryggingu fyrir því að æfingin sé gerð rétt. Laus lóð og tæki virka mismunandi á vöðvahópa þrátt fyrir að teknar séu æfingar sem eiga að taka á sömu vöðvana. Hnébeygja og fótapressa virðist virka svipað en hnébeygjur eru í föstum ferli á meðan fótapressa er í lausum ferli. Með föstum ferli er átt við að efri eða neðri hluti líkamans er bundinn við jörðina í hreyfingunni. Laus lóð krefjast þess vegna meira jafnvægis í hryggnum sem eykur álagið vegna æfingarinnar. Laus lóð kalla einnig fram meiri hormónaviðbrögð í líkamanum samkvæmt rannsóknsem Aaron Shaner og Disa Hatfield gerðu. Nýmyndun prótína og þar af leiðandi vöðva eykst þegar líkaminn framleiðir vefaukandi hormóna. Vísindamennirnir komust að því að hnébeygja eykur framleiðslu líkamans á vefaukandi hormónum meira en fótapressa þrátt fyrir að þátttakendur töldu átökin sambærileg. Niðurstaðan var því sú að þegar stórir vöðvahópar eiga í hlut eykst framleiðsla líkamans á vefaukandi hormónum meira þegar notuð eru laus lóð en þegar æfingar eru teknar í vélum.
(Journal Strength Conditioning Research, 28: 1032-1040, 2014)