Oföndun eða með örðum orðum – hröð öndun veldur því að sýrustig blóðsins lækkar sem aftur getur hindrað þreytutilfinningu í átakamiklum hlébundnum æfingum. Súrefni minnkar reyndar til heilans líka og því getur oföndun við ákveðnar aðstæður verið hættuleg. Samkvæmt japanskri rannsókn jókst kraftur í æfingum í síðustu endurtekningunum í 10 endurtekninga æfingum sem voru hluti af hlébundnu æfingakerfi (interval training).
Æfingarnar sem gerðar voru í rannsókninni byggðust á því að taka 10 lotur af 10 sekúnda sprettum á þrekhjóli. Hvílt var í 60 sekúndur á milli spretta. Tilraunir með oföndun voru framkvæmdar þannig að viðkomandi andaði 60 sinnum að sér á mínútu. Oföndunin varð til þess að krafturinn minnkaði minna en annars í síðustu lotunum á æfingunni. Oföndun getur valdið svima og ógleði og því er ólíklegt að við eigum eftir að sjá marga anda eins og fýsibelgir í æfingasalnum. Gildi þessarar rannsóknar er því frekar langsótt en engu að síður fróðlegt. Það sakar þó ekkert að reyna því ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum geturðu einfaldlega hætt að ofanda.
(Journal Strength Conditioning Research, 28: 1119-1126, 2014)