KraftlyftingariStock_000041428630XXXLargeÞað er nokkuð algengt að íþróttamenn sem stunda kraftagreinar stundi sambærilegar æfingar og notaðar eru í Crossfit eða Bootcamp til þess að byggja upp styrk. Þessi æfingakerfi sem byggjast á mörgum endurtekningum eru hinsvegar ekki jafn heppilegar til að byggja upp styrk eins og sérhæfðar kraftlyftingaæfingar. Brad Schoenfeld við Lehman háskólann í New York heldur því fram að margir íþróttamenn séu að gera mistök með því að nota þessi annars vinsælu æfingakerfi. Brad og félagar komust að því að vaxtarræktar- og kraftlyftingaþjálfun skilaði sambærilegum árangri í vöðvastækkun en kraftlyftingaæfingarnar voru mun heppilegri til þess að byggja upp styrk. Vaxtarræktarkerfið byggðist á að taka þrjár lotur af 10 endurtekningum með 90 sekúnda hvíld á milli. Kraftlyftingakerfið byggðist á sjö lotum af þremur endurtekningum með þriggja mínútna hvíld á milli. Teknar voru þrjár æfingar á hverri æfingu en valið var úr níu algengum æfingum. Það sem læra má af þessari rannsókn er að best er að taka miklar þyngdir ef þú ætlar að byggja upp styrk.
(Journal Strength Conditioning Research, vefútgáfa 7. apríl 2014)