Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í fitness í Frakklandi. Kristjana Huld Kristinsdóttir keppti þar og hafnaði í 12 sæti í sínum flokki. Kristjana keppti í bikinifitness undir 169 sm.

Eins og búast má við á heimsmeistaramótum IFBB var keppnin hörð í hennar flokki og því er það mjög góður árangur að ná 12 sæti.

5 sæti á Diamond Cup í Aþenu í Grikklandi

Kristjana keppti einnig á IFBB Diamond Cup í Aþenu í lok nóvember og þar hafnaði hún í 5 sæti. Margir af bestu keppendum heims kepptu á mótinu og þar blandaði Kristjana sér í baráttuna um efstu sætin.