Alltaf að gleyma því hvar þú lagðir frá þér lyklana eða hvað það var sem konan sagði þér að kaupa í matinn? Sumum okkar förlast minni þegar líða tekur á aldurinn og sá eiginleiki að muna alla skapaða hluti er ekki ölllum gefinn. Sumir muna heilu ljóðabálkana eftir einn eða tvo yfirlestra á meðan öðrum er sá hæfileiki fjarlægur. Minni snýst þó ekki eingöngu um að vera vel gefinn og gáfum gæddur. Svefn er mikilvægur fyrir minnið. Samkvæmt sérfræðingum við Stanford Háskólann í Bandaríkjuum hafa svefnrof mikil áhrif á getu okkar til að safna og viðhalda minningum. Heilinn notar djúpa svefninn til þess að vinna úr atburðum dagsins og jafnvel minnstu raskanir á svefni hindra hann í þeirri úrvinnslu. Haltu dagbók yfir svefnvenjurnar þínar til þess að átta þig á hversu góðan svefn þú ert að fá. Við þetta má bæta að iTunes býður að sjálfsögðu upp á app sem heitir Sleep Cycle sem kortleggur hversu vel þú sefur. Nú er málið að gúggla iTunes Sleep Cycle.

(Health News/Health and Fitness)