Haldið verður Norðurlandamót í fitness og vaxtarrækt í Helsinki 23. Apríl og Evrópumótið verður haldið 20. – 23 Maí í Yalta í Úkraínu. Heimsmeistaramót unglinga og öldunga verður hinsvegar haldið 18. – 20. Nóvember í Budapest í Ungverjalandi. Sjálft heimsmeistaramótið verður síðan haldið seint í September í Santa Susanna á Spáni.Þetta er í þriðja skipti sem heimsmeistaramót verður haldið í Santa Susanna á Spáni. Ástæðan er sú að staðurinn hefur þótt henta afar vel til keppnishalds og bæjaryfirvöld þar hafa séð sér hag í að fá mörg hundruð manna í bæinn þegar aðal ferðamannatíminn er langt kominn. Undanfarin ár hafa sigurvegarar Íslandsmótsins í fitness haldið utan til keppni á Heimsmeistaramótið og er gert ráð fyrir að svo verði á næsta ári. Íslandsmótið verður haldið um Páskana á Akureyri eins og undanfarin ár.