Keppendalisti og dagskrá

Bikarmót IFBB í fitness fer fram laugardaginn 17. nóvember í Háskólabíói. Hápunkturinn eru úrslitin sjálf sem hefjast klukkan 17:00. Alls eru 62 keppendur skráðir til keppni og stefnir því í stórskemmtilegt Bikarmót.

Góð þátttaka er í flestum keppnisflokkum og er sérlega ánægjulegt að sjá góða mætingu í byrjendaflokkinn í módelfitness og að wellnessflokkurinn fer stækkandi. Aftur á móti eru fáir keppendur í vaxtarrækt. Nákvæmlega einn sem heldur uppi nafni vaxtarræktar.

Forkeppni hefst kl 11.00 um morguninn og stendur fram í hádegið. Þar gefa dómarar sér góðan tíma til að bera saman keppendur en sjálf útslitin sem eru áhorfendavænni hefjast klukkan 17:00. Húsið opnar klukkustund fyrr.

Miðasala fer fram við innganginn í Háskólabíó og miðaverð á úrslitin á laugardag er 3.500.- fyrir fullorðna en 1.500 fyrir börn.

Ath: keppendur geta pantað sér tíma í Spray-Tan hjá Heiðrúnu Sigurðardóttur. Best er að hafa samband við hana í gegnum Spray-Tan Iceland síðuna á Facebook og panta tíma.

Keppendalisti

Fitness karla
Bent Helgason
Guðjón Smári Guðmundsson
Kristinn Orri Erlendsson
 
Fitness kvenna
Hjördís Emilsdóttir
Oddný Stefánsdóttir
Wiktoria Anna Darnowska
Gréta Jóna Vignisdóttir
Hilda Allansdóttir
 
Fitness kvenna 35 ára +
Oddný Stefánsdóttir
Gréta Jóna Vignisdóttir
Dögg Stefánsdóttir
Hilda Allansdóttir
 
Fitness kvenna unglingafl.
Wiktoria Anna Darnowska
 
Módelfitness -168
Berglind Rúnarsdóttir
Elva Dögg Jónsdóttir
Harpa Lind Hjálmarsdóttir
Vijona Salome
Eydís Ögn Guðmundsdóttir
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir
 
Módelfitness +168
Birgitta Sif  Jónsdóttir
Eydís Hildur Jóhannsdóttir
Karen Ýr Finnbogadóttir
Þórey Katla Brynjarsdóttir
Ana Markovic
Ingibjörg Marín Rúnarsdóttir
 
Módelfitness 35 ára +
Berglind Rúnarsdóttir
Nadja Nikita Osk Rjabchuk
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir
 
Módelfitness byrjendur
Elva Dögg Jónsdóttir
Eydís Hildur Jóhannsdóttir
Ingibjörg Marín Rúnarsdóttir
Karen Ýr Finnbogadóttir
Margrét Júlía Óladóttir
Þórey Katla Brynjarsdóttir
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir
María Lív Ragnarsdóttir
 
Módelfitness unglinga
Elva Dögg Jónsdóttir
Þórey Katla Brynjarsdóttir
 
Wellness flokkur kvenna
Björg María Jónsdóttir
Giedre Grigaraviciute
María Rist Jónsdóttir
María Sigurhansdóttir
Rannveig Anna Jónsdóttir
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir
 
Sportfitness karla unglingafl.
Ástþór Árni Ingólfsson
Magnús Fannar Benediktson
Nick Gísli janssen
Örvar Ágústsson
Sigurđur Magni Fannarssom
Halldór Níels Björnsson
 
Sportfitness karla -178
Alexander Örn Kárason
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Björnsson
José Pedro Moreira Santos
Nick Gísli janssen
Örvar Ágústsson
 
Sportfitness karla +178
Magnús Fannar Benediktson
Pálmar Hafþórsson
Róbert Alexander
Haukur Heiðar Bjarnason
Halldór Níels Björnsson
 
Vaxtarrækt
David Lukonge

Dagskrá

Ath að dagskrá getur breyst lítillega. Athugasemdir við skráningu sendist á keppni (hjá) fitness.is og siggi (hjá) fitness.is.