Ana Markovic

Ana með gull og silfur sömu helgina

Ana Markovic sem keppir í bikiní-fitnessi hefur verið á keppnisferð um Evópu undanfarnar vikur og keppti á tveimur mótum í Þýskalandi nú um helgina.  Fyrst keppti hún á International Rhein Neckar Cup í Hockenheim þar sem hún sigraði sinn hæðarflokk glæsilega. Mótið var fjölmennt enda var um að ræða úrtökumót þýska sambandsins fyrir heimsmeistaramót í sumum flokkum.

Þá keppti Ana einnig á Internationale Bayerische Meisterschaft sem er alþjóðlegt meistaramót í Bæjaralandi þar sem hún hlaut annað sæti í sínum hæðarflokki. IFBB á Íslandi óskar Önu hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Mun keppa á 8 mótum þetta haustið

Nú kemur Ana heim til að taka þátt í Bikarmóti IFBB sem haldið verður í Háskólabíói 17. nóvember næstkomandi áður en hún flýgur síðan til Rúmeníu til að taka þátt í Demantamóti IFBB sem þar fer fram 23.Nóvember. Viku síðar mun hin jákvæða Ana taka þátt á heimsbikarmóti sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu um næstu mánaðarmót. Þar með líkur að öllum líkindum keppnistímabili hennar þetta árið.  Ana Markovic mun því keppa á samtals átta mótum þetta haustið enda gríðarlega mörg mót í boði allan ársins hring.