Koffín, sem finna má í kaffi, kóladrykkjum, te og súkkulaði er í miklu uppáhaldi hjá mörgum íþróttamönnum. Koffínið sem er eina ástæða þess að kaffi hefur hressandi og vekjandi áhrif er á bannlista Alþjóða- Ólympíunefndarinnar yfir ólögleg lyf og efni, en reyndar einungis ef það er tekið í miklu magni. Örvandi áhrif koffíns eru ein helsta ástæða þess að það er að finna í öllum helstu brennslu-hvetjandi efnum sem eru á markaðnum.
Koffínið örvar miðtaugakerfið með því að losa adrenalín (epinephrine) út í blóðrásina. Í sumum rannsóknum hefur það reynst auka styrk og tefja fyrir þreytueinkennum.
(Am J Physiol Regul Integr Comp Physiol, 284: R399-R404, 2003)