Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum bandarísku Faraldursfræði-stofnunarinnar (CDC) höfðu 29% kvenna og 27% karla á aldrinum 15-24 ára ekki upplifað kynlíf með hinu kyninu á undanförnum 12 mánuðum. Fyrir einum áratug var þetta hlutfall töluvert lægra en þá stóð þetta hlutfall í 23% hjá báðum kynjum. Fáir eru svo óheppnir eftir fertugt að hafa aldrei upplifað kynmök þar sem einungis 1% aðspurðra segjast aldrei hafa haft samfarir.
Stálpaðir unglingar eru hinsvegar lengur hreinir sveinar og meyjar. 43% karla og 48% kvenna segjast aldrei hafa átt kynlífsfélaga af hinu kyninu. Um 13% kvenna og 5% karla segjast hafa haft samkynhneigð kynmök en rúmlega 90% karla og kvenna hafa upplifað munnmök með hinu kyninu og 44% karla og 39% kvenna hafa upplifað endaþarmssamfarir með hinu kyninu. Þegar á heildina er litið er ungt fólk ekki jafn virkt kynferðislega og áður.
(New York Times, 26. Apríl 2011)