Heimsmeistaramót IFBB í fitness fer fram um helgina í Santa Susanna á Spáni. Tveir íslenskir keppendur keppa þar um helgina í fitness. Anna Bella Markúsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir keppa í sitthvorum flokknum. Bein útsending verður á vefnum frá úrslitunum á laugardagskvöld.Að þessu sinni stendur heimsmeistaramótið frá fimmtudegi fram á sunnudag. Til viðbótar við heimsmeistaramót IFBB í fitness fer nefnilega fram úrtökumót atvinnumanna í vaxtarrækt fyrir Mr. Olympia. Þrír efstu keppendurnir á Grand Prix móti atvinnumanna vinna sér inn keppnisrétt á Mr. Olympia. Hægt er að kaupa aðgang að beinni útsendingu fyrir 6 Evrur á úrslitin á laugardag og sunnudag með því að fara á vefinn www.streamingfit.com Við munum flytja fréttir af gengi íslensku keppendana um leið og ljóst er hvernig þeim gengur.