Það styttist í Íslandsmótið í fitness sem haldið verður um Páskana fyrir norðan. Skráning keppenda hófst fyrir viku síðan og ljóst er að þátttakan verður góð. Sérstaklega virðist hin nýja formfitness grein ætla að verða vinsæl. Enn eiga þónokkrir keppendur eftir að skrá sig en þegar þetta er ritað hafa fjölmargir keppendur skráð sig í formfitness. Þátttakan í íþróttafitness virðist gjalda fyrir þessar vinsældir formfitness þar sem strax er ljóst að þar verði þátttakan með dræmara lagi. Það sakar þó ekki að keppendur sem hafa verið þar fremstir í flokki hafa þegar skráð sig. Í karlaflokki er ágæt þátttaka og óvíst enn hvort eftirköst verði af lyfjaprófsáfallinu sem þessi íþróttagrein varð fyrir á síðasta ári en spurningin er hvort það verði til þess að sumir sitji frekar heima. Miðað við áhugann núna er þó ljóst að margir ætla að taka þátt og fjöldi keppenda hefur lýst yfir ánægju sinni með þessa auknu hörku í lyfjaeftirliti.

Á myndinni er Hólmdís Benediktsdóttir, Bikarmeistari í formfitness 2002