Innan skamms verður gefin út ítarleg dagskrá fitnesshelgarinnar sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri 25. – 26. mars nk. Á föstudeginum fer fram Íslandsmótið í vaxtarrækt og forkeppni fyrir Íslandsmótið í fitness. Vaxtarræktarmótið verður haldið í Sjallanum og sömuleiðis forkeppni Íslandsmótsins í fitness. Úrslit Íslandsmótsins í fitness eru síðan á laugardagskvöldinu í Íþróttahöllinni. 
Ýmsir aðrir viðburðir verða haldnir í tengslum við Fitnesshelgina. Svo eitthvað sé nefnt verður haldin 2000 m keppni í róðri á Concept2 róðravélum og hefjast skráningar í þá keppni innan skamms. Þar verður keppt í aldursflokkum og öllum velkomin þátttaka.