Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup ætla 80% landsmanna að stunda einhverskonar líkamsrækt á árinu. 2000 manns voru spurðir og höfðu reyndar 64% stundað einhverja líkamsrækt á síðasta ári.Nánast allir, eða 97% af þeim sem höfðu stundað líkamsrækt á síðasta ári ætluðu sér að halda því afram á komandi ári. Niðurstaða þjóðarpúlsins sýnir með afgerandi hætti hversu algengt það er orðið að landsmenn kunni að meta gildi hreyfingar. Lesendum fitness.is þarf ekki að koma á óvart hversu hátt hlutfall þetta er, en það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig þróunin hefur verið undanfarna tvo áratugi frá því að örfáir sérvitringar lyfti lóðum eða fari út að hlaupa yfir í það að almennt séð stundi almenningur líkamsrækt. Bjartsýnustu menn hefðu líklega ekki þorað að spá þetta háu hlutfalli daginn sem fyrsta vaxtarræktarmótið var haldið hérlendis fyrir 21 ári.