TaflaMegrunMalbandSagt er frá því á vefsíðu Umhverfisstofnunar (ust.is) að matvælastofnunin Livsmedelverket í Svíþjóð hafi birt viðvörun til neytenda varðandi megrunartöflur sem bera heitið Termoxical og hefur verið hægt að nálgast þessar töflur á netinu.Sænska matvælastofnunin Livsmedelverket birti í gær á heimasíðu sinni viðvörun til neytenda varðandi megrunartöflur sem bera heitið Termoxical og hefur verið hægt að nálgast þessar töflur á netinu.

Umræddar töflur innihalda úsnín sýru og kemur fram í fréttatilkynningunni að þetta efni sé ekki hæft til neyslu fyrir menn og hefur nú þegar ein manneskja í Svíþjóð fengið lifrarskaða vegna neyslu á ofangreindum megrunartöflum.

Tilkynning sama eðlis hefur einnig borist til allra aðildarríkja Evrópusambandsins gegnum viðvörunarkerfið Rapid Alert System for Food and Feed (RASFF) Árið 2001 var stöðvuð sala á vöru í Bandaríkjunum sem bar heitið Lipokinetix og innihélt sama efni þ.e. úsnín sýru eftir að FDA (Matvæla- og Lyfjastofnun Bandaríkjanna) sendi aðvörun til neytenda.