Marja Leena Lehtonen frá Finnlandi hafnaði í jöðru sæti í -57 kg flokki kvenna. Það var eini dómurinn í allri keppninni sem áhorfendur voru augljóslega ekki sáttir við enda var púað rækilega þegar úrslitin voru kynnt. Sigurvegarinn var Barbora Mraazova. Dómurinn þótti vera til marks um þá stefnu sem mörkuð hefur verið í áhugamannakeppnum að vöðvamassi megi ekki vera of ýktur í kvennaflokkum í vaxtarrækt. Þetta er ný stefna sem tekin hefur verið í dómgæslu. Í atvinnumannakeppnum verður hinsvegar óbreytt stefna. Í samtali við Marja kom fram að hún sé að stefna á atvinnumennsku í haust, þannig að ef svo fer líður ekki á löngu þar til við fáum að sjá hana keppa við toppana í vaxtarrækt

Marja Leena Lehtonen

Marja og Barbora í samanburði í -57 kg flokki kvenna í vaxtarrækt. Barbora sem er í bláu bikini á myndinni sigraði, en hún þykir hafa mun fitness-legri vöxt en fram til þessa hefur dugað til þess að sigra í vaxtarrækt.

 

Glæsileg parakeppni

Haldin var parakeppni samkvæmt gamalli hefð á vaxtarræktarmótinu. Þegar byrjað var að keppa í vaxtarrækt hér á landi var haldin parakeppni nokkrum sinnum en það var mikill missir af því þegar hætt var að keppa í þeim flokk. Keppnin býður upp á mikla möguleika í stöðum og framsetningu og stemningin var mjög góð allan tímann sem parakeppnin fór fram. Parið hér að ofan eru þau Barbora Mrazkova og Miroslav Cirpa frá Tékklandi. Reglurnar í parakeppnum eru hinar sömu og í vaxtarræktarkeppnum, en bæði konan og karlinn þurfa að vera góð til þess að ná langt. Stöður og samræmi í hreyfingum gilda mikið í dómum.

Fyrir miðju eru þau Miriam Peschlova og Juraj Vrabel frá Slóvakíu sem sigruðu í parakeppninni.

Josefa Sanchez frá Spáni var í þriðja sæti í þyngsta flokki kvenna.

c) Einar Guðmann 2000. Öll afritun óheimil nema með skriflegu leifi höfundar.