Gígja, Sif og Guðrún á góðri stundu eftir keppnina. Hitinn á Torremolinos var 36 gráður fyrsta daginn þannig að viðbrigðin voru mikil. Það var því vel þegið að skella sér í laugina.

Það voru þær stöllur Guðrún Gísladóttir, Gígja Þórðardóttir og Sif Garðarsdóttir sem fóru á Evrópukeppnina í Fitness sem haldin var á Torremolinos á Spáni. Á sama tíma var haldin Evrópukeppni kvenna og para í vaxtarrækt. Til leiks voru mættir rúmlega 50 keppendur í fitness og frá um 30 löndum í Evrópu sem öll sendu sína sigurvegara. Fyrirfram var vitað að það myndi teljast góður árangur það eitt að komast áfram í úrslit en að þessu sinni varð annað uppi á teningnum. Það var þó ljóst að íslensku keppendurnir áttu fullt erindi á keppnina og sáu betur hvaða áherslur þarf að leggja í framtíðinni.

Keppendurnir sem náðu lengst voru ekki endilega vöðvamassaðir. Greinilegt var að sérstök áhersla er lögð á góð hlutföll og samræmi. Skurðir voru hvergi ýktir enda búið að leggja áherslu á að of miklir skurðir yrðu ekki til framdráttar. Hinsvegar verður að telja sem svo að miklir skurðir á íslenskan mælikvarða teljast líklega hóflegir á þann evrópska. Daginn sem forkeppnin var haldin var spennan vitanlega í hámarki. Keppt var í tveimur hæðarflokkum, yfir og undir 160 cm og einungis samanburðarlotan réð því hvaða 15 keppendur fengu að halda áfram í sitthvorum hæðarflokknum. Það voru því nokkur vonbrigði að engin af okkar keppendum kæmist áfram. Það var þó ljóst að lítið vantaði upp á að svo yrði. Helst var að sjá að íslensku keppendurna vantaði meiri skurði, en greinilegt var að ferðalagið yfir í 36 stiga hitann í Torremolinos hafði tekið sinn toll.

Gaman í sundi

 

Alexandra Kobielak frá Póllandi sannarlega kom sá og sigraði, því hún var með algera yfirburði í samanburðarlotunni og sýndi frábæra danslotu.

Danslotan hjá Alexöndru var mögnuð.

Alexandra Kobielak sem sigraði í undir 160 cm flokki, Rosi Mena, sem varð í öðru sæti og Sabina Herrera sem hafnaði í fjórða sæti.

Gabriela Kubesova frá Tékklandi sigraði í yfir 160 cm flokki kvenna í fitness.

Tvær frá Spáni. Beatriz Gomez sem varð í sjötta sæti og Sabina Herrera sem varð fjórða.

Úr forkeppninni: Guðrún Gísladóttir er í miðjunni.

Lisser Frost Larsen leiðbeinir keppendum á sviðinu. Ef vel er að gáð má greina þar Sif Garðarsdóttur og Gígju Þórðardóttur.

Alexandra Kobielak fremst og Hanna Stepankova frá Tékklandi. Hanna varð níunda.