Ákveðið hefur verið að efna til kjörs á íþróttamanni ársins úr röðum líkamsræktarfólks á Íslandi og á hverju ári framvegis. Það er Alþjóðasamband líkamsræktarmanna hér á landi sem stendur fyrir kjörinu. Þeir sem eiga möguleika á tilnefningu eru keppendur í fitness, vaxtarrækt, módelfitness og í Þrekmeistaranum. Mikill vöxtur er í öllum greinum líkamsræktar og fjöldi keppenda fer stigvaxandi. Á síðastliðnu ári kepptu á þriðja hundrað keppendur á mótum sem tengjast líkamsrækt og þykir því full ástæða til þess að velja íþróttamann ársins sérstaklega úr röðum þeirra.Skipuð hefur verið 10 manna dómnefnd sem tilnefnir 12 íþróttamenn sem hafa skarað fram úr á árinu. Keppnisgreinum er gert jafn hátt undir höfði í mati dómnefndar og er horft til árangurs á mótum innan lands sem utan og þess að íþróttamaðurinn sé góð fyrirmynd og íþrótt sinni til sóma. Ennfremur er tekið tillit til styrkleika móta í mati dómnefndar. Dómnefndin samanstendur af dómurum í þessum keppnisgreinum sem og íþróttafréttamönnum og forkólfum í líkamsrækt úr ýmsum áttum. Kjörið fer fram í lok hvers árs og verður tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar fyrir árslok. Fær verðlaunahafi glæsilegan farandbikar til varðveislu í eitt ár sem Hreysti gefur. Dómnefnd mun tilkynna sætaröðun efstu fimm verðlaunahafana. Einungis er horft til árangurs keppnisárið 2007 við val á íþróttamanni ársins. Tilnefndir eru í stafrófsröð:
Keppnisgrein: fitness – Gullverðlaun í undir 164 sm flokki á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Bikarmeistari í fitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Keppnisgrein: fitness – Bikarmeistari í fitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Keppnisgreinar: Þrekmeistarinn og fitness – Gullverðlaun á Bikarmeistaramóti Þrekmeistarans í liðakeppni. – Silfurverðlaun á Bikarmeistaramóti Þrekmeistarans í einstaklingsflokki. – Silfurverðlaun á Íslandsmóti Þrekmeistarans í einstaklingsflokki. – Bronsverðlaun í fitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Keppnisgrein:fitness – Íslandsmeistari í yfir 164 sm flokki í fitness á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 7. sæti á opnu alþjóðlegu móti: Oslo Grand Prix í Noregi. – Heiðrún Sigurðar keppti á Heimsmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fram fór í Santa Susanna á Spáni en komst ekki í 15 manna úrslit.
Keppnisgrein: vaxtarrækt – Íslandmeistari í vaxtarrækt – Silfurverðlaun á opnu alþjóðlegu móti: Oslo Grand Prix í Noregi. – Bikarmeistari í vaxtarrækt á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Keppnisgreinar: módelfitness og fitness – Íslandsmeistari í módelfitness á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 4. sæti í unglingaflokki í fitness á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Silfurverðlaun í módelfitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Keppnisgrein: fitness – Íslandsmeistari í undir 164 sm flokki á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Íslandsmeistari í flokki 35 ára og eldri á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Íslandsmeistari í allra flokka í fitness á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Bikarmeistari í flokki yfir 164 sm í fitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 8. sæti í fitness á opnu alþjóðlegu móti: Oslo Grand Prix í Noregi. – 8. sæti í flokki 35 ára og eldri á Evrópumóti unglinga og öldunga hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna sem haldið var í Tyumen í Síberíu. – 8. sæti í flokki 35 ára og eldri á Heimsmeistaramóti unglinga og öldunga hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi.
Keppnisgrein: Þrekmeistarinn – Íslandsmeistari á Íslandsmóti Þrekmeistarans. – Bikarmeistari á Bikarmeistaramóti Þrekmeistarans. – Silfurverðlaun á alþjóðlegu Þrekmeistaramóti í Dubai – Íslandsmeistari í liðakeppni á Bikarmeistaramóti Þrekmeistarans. – Bronsverðlaun í liðakeppni á Íslandsmóti Þrekmeistarans.
Keppnisgrein: vaxtarrækt – Íslandsmeistari í 100 kg flokki í vaxtarrækt á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Íslandsmeistari allra flokka í vaxtarrækt á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 3. sæti í yfir 100 kg flokki á opnu alþjóðlegu móti: Oslo Grand Prix í Noregi. – 4. sæti í yfir 100 kg flokki á opnu alþjóðlegu móti: Loaded Cup í Danmörku.
Keppnisgreinar: fitness og Þrekmeistarinn – Íslandsmeistari í fitness í flokki unglinga á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 8. sæti í fitness á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – 11. sæti í unglingaflokki á Heimsmeistaramóti unglinga og öldunga hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. – 7. sæti í einstaklingsflokki á Íslandsmóti Þrekmeistarans.
Keppnisgrein: vaxtarrækt – Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Silfurverðlaun í 90 kg flokki í vaxtarrækt á Íslandsmóti Alþjóðsambands líkamsræktarmanna. – 7. sæti í -90 kg flokki á opnu alþjóðlegu móti: Oslo Grand Prix í Noregi. – 4. sæti í -90 kg flokki á opnu alþjóðlegu móti: Loaded Cup í Danmörku. – 5. sæti í flokki 50 ára og eldri á Evrópumóti unglinga og öldunga hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna sem haldið var í Tyumen í Síberíu. – Silfurverðlaun í opnum flokki í vaxtarrækt á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. – Sigurður Gestsson keppti á Heimsmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi en komst ekki í 15 manna úrslit.
Keppnisgrein: vaxtarrækt – Bikarmeistari í vaxtarrækt á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
Niðurstöður verða kynntar fyrir áramót.