Matvæla og fæðueftirlit Bandaríkjanna (FDA) er þessa dagana að rannsaka efedra eða efedrín með virkni þess og aukaverkanir að meginrannsóknarefni. Cantox Health Sciences er óháð ráðgjafafyrirtæki sem greindi 19 útgefnar rannsóknir á efedra. Í könnun þeirra kom í ljós að 90 mg af efedra á dag er hættulaus dagsskammtur og virkar á fitulosun og viðhald vöðvamassa. Í könnuninni var m.a. farið yfir rannsóknir sem gerðar voru við Harvard- og Kólumbíuháskólann og sýnt var fram á að í byrjun meðferðar-tímabilsins örvast hjartsláttur gjarnan en ekki var um óeðlilega ertingu hjartans að ræða. Hinsvegar var hið öfuga uppi á teningnum þegar efedra var tekið ásamt öðrum efnum eða í of stórum skömmtum. Mjög varasamt er fyrir fólk að nota efedra sem er með segamyndun í blóðrás, kransæðasjukdóma, gláku, háan blóðþrýsting, skjaldkyrtilssjúkdóm, takmarkað blóðflæði til heilans, nýrnasjúkdóma eða stækkun blöðruhálskirtils. Hvað þess þessu líður mun Matvæla- og fæðueftirlit Bandaríkjanna halda rannsóknum áfram áður en tekin verður ákvörðun um það hvort efedra verður leyft eða ekki. (Burrelle´s Information Services, 21, Des. 2000)